Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2025 15:31 Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun