Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2025 12:59 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu og sagði öllu snúið á hvolf þegar stjórnarandstaðan lagði til að dagskrá þingsins yrði breytt, Vísir/Vilhelm Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira