Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 16:16 Orlando Bloom, Sydney Sweeney og Tom Brady voru öll gestir í lúxusbrúðkaupi Jeffs Bezos og Laurenar Sanchéz í Feneyjum. Getty Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025 Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025
Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“