Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 12:12 Teikning af Ryland Headley í réttarsal í Bristol í nóvember. Hann er 92 ára gamall en var 34 ára þegar hann er sagður hafa drepið Dunne. AP/Elizabeth Cook/PA Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Louisu Dunne, 75 ára gamalli konu, var nauðgað og hún svo kyrkt á heimili sínu í júní árið 1967. Morðingi hennar fannst ekki en lögregla varðveitti föt hennar, ýmis lífsýni og lófafar úr glugga. Þegar málið var tekið upp aftur árið 2023 bendlaði erfðaefnisrannsókn Ryland Headley, sem nú er 92 ára gamall, við glæpinn. Erfðaefni hans var í opinberum gagnagrunni vegna annars máls. Lófafarið var einnig rakið til hans. Headley var handtekinn á heimili sínu í nóvember. Hann var 34 ára þegar hann er sagður hafa misnotað Dunne og drepið. Hann ar sakfelldur fyrir að nauðga tveimur eldri konum í Ipswich á áttunda áratug síðustu aldar og sat inni í sjö ár vegna þess. Dómstóll í Bristol á Suðvestur-Englandi sakfelldi Headley fyrir drápið á Dunne í gær. Refsing hans verður ákvörðuð í dag. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsakaði málið segist nú skoða hvort að Headley kunni að hafa framið fleiri glæpi sem ekki hafa verið upplýstir. Barnabarn Dunne segist hafa verið furðu lostin þegar Headley var handtekinn. „Ég sætti mig bara við það að sum morð eru aldrei leyst og að sumt fólk verður bara að lifa með þeim tómleika og sorg,“ sagði Mary Dainton, barnabarn Dunne. Bretland Erlend sakamál Eldri borgarar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Louisu Dunne, 75 ára gamalli konu, var nauðgað og hún svo kyrkt á heimili sínu í júní árið 1967. Morðingi hennar fannst ekki en lögregla varðveitti föt hennar, ýmis lífsýni og lófafar úr glugga. Þegar málið var tekið upp aftur árið 2023 bendlaði erfðaefnisrannsókn Ryland Headley, sem nú er 92 ára gamall, við glæpinn. Erfðaefni hans var í opinberum gagnagrunni vegna annars máls. Lófafarið var einnig rakið til hans. Headley var handtekinn á heimili sínu í nóvember. Hann var 34 ára þegar hann er sagður hafa misnotað Dunne og drepið. Hann ar sakfelldur fyrir að nauðga tveimur eldri konum í Ipswich á áttunda áratug síðustu aldar og sat inni í sjö ár vegna þess. Dómstóll í Bristol á Suðvestur-Englandi sakfelldi Headley fyrir drápið á Dunne í gær. Refsing hans verður ákvörðuð í dag. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem rannsakaði málið segist nú skoða hvort að Headley kunni að hafa framið fleiri glæpi sem ekki hafa verið upplýstir. Barnabarn Dunne segist hafa verið furðu lostin þegar Headley var handtekinn. „Ég sætti mig bara við það að sum morð eru aldrei leyst og að sumt fólk verður bara að lifa með þeim tómleika og sorg,“ sagði Mary Dainton, barnabarn Dunne.
Bretland Erlend sakamál Eldri borgarar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira