„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:51 Af þéttsetnum íbúafundi Þingeyringar í gær, mánufag, vegna áforma Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Félagsheimilið Þingeyri Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira