Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2025 07:52 Umrædd mynd sýndi einhvern Múhameð verða fyrir árás Ísrael. Menn deila um hvort umræddur Múhameð var spámaður eða almennur borgari. Getty/AFP/Ozan Köse Óeirðir brutust út í Istanbúl í gær eftir að yfirsaksóknari borgarinnar fyrirskipaði handtökur ritstjóra tímaritsins LeMan á þeim forsendum að blaðið hefði birt skopmynd af Múhameð. Tuncay Akgun, aðalritstjóri blaðsins, segir hins vegar um mistúlkun að ræða; umræddur Múhameð á myndinni sé ekki spámaðurinn Múhameð heldur ótilgreindur almennur borgari. Hann bendir á að yfir 200 milljónir manna beri nafnið Múhameð. „Þetta hefur ekkert að gera með spámanninn Múhameð. Við myndum aldrei taka slíka áhættu,“ segir hann. Þegar fregnir bárust af handtökutilskipununum réðust tugir manna inn á bar sem er sagður vinsæll meðal starfsmanna LeMan. Í kjölfarið kom til átaka milli mannfjöldans og lögreglu en um 250 til 300 manns eru sagðir hafa tekið þátt þegar mest var. LeMan er þekkt fyrir pólitíska satíru og vakti meðal annars reiði íhaldsmanna þegar ritstjórnin lýsti yfir stuðningi við kollega sína hjá franska tímaritinu Charlie Hebdo eftir árásir á ritstjóranrskrifstofur þess í París árið 2015. Tólf létust í árásinni en tilefni hennar voru skopmyndir blaðsins af Múhameð spámanni. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í gær að lögregla hefði handtekið einstaklinginn sem teiknaði skopmyndina fyrir LeMan og grafískan hönnuð blaðsins. Umræddir einstaklingar yrðu dregnir fyrir dómstóla og refsað fyrir meintan glæp. Tyrkland Trúmál Ísrael Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tuncay Akgun, aðalritstjóri blaðsins, segir hins vegar um mistúlkun að ræða; umræddur Múhameð á myndinni sé ekki spámaðurinn Múhameð heldur ótilgreindur almennur borgari. Hann bendir á að yfir 200 milljónir manna beri nafnið Múhameð. „Þetta hefur ekkert að gera með spámanninn Múhameð. Við myndum aldrei taka slíka áhættu,“ segir hann. Þegar fregnir bárust af handtökutilskipununum réðust tugir manna inn á bar sem er sagður vinsæll meðal starfsmanna LeMan. Í kjölfarið kom til átaka milli mannfjöldans og lögreglu en um 250 til 300 manns eru sagðir hafa tekið þátt þegar mest var. LeMan er þekkt fyrir pólitíska satíru og vakti meðal annars reiði íhaldsmanna þegar ritstjórnin lýsti yfir stuðningi við kollega sína hjá franska tímaritinu Charlie Hebdo eftir árásir á ritstjóranrskrifstofur þess í París árið 2015. Tólf létust í árásinni en tilefni hennar voru skopmyndir blaðsins af Múhameð spámanni. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í gær að lögregla hefði handtekið einstaklinginn sem teiknaði skopmyndina fyrir LeMan og grafískan hönnuð blaðsins. Umræddir einstaklingar yrðu dregnir fyrir dómstóla og refsað fyrir meintan glæp.
Tyrkland Trúmál Ísrael Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira