Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 13:54 Allt var með kyrrum kjörum á bílastæði N1 við Hringbraut þegar blaðamaður leit við í hádeginu í dag. Vísir/KTD Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36