Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 22:36 Um 16 þúsund fengu tilkynningu í appið um að hafa unnið milljónir í Eurojackpot. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Norsk tipping, norsku getspárinnar, Tonje Sagstuen, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu á föstudag um að hafa unnið margar milljónir í Eurojackpot. Þúsundir fengu þannig tilkynningu í app hjá sér á föstudag að þau hefðu unnið upphæð í Eurojackpot sem hefði breytt lífi flestra. Í frétt NRK um málið segir að vegna mannlegra mistaka hafi upphæðin sem fólkið vann verið um tíu þúsund sinnum hærri en hún raunverulega var. Alls unnu 41.147 Norðmenn í Eurojackpot og voru um 16 þúsund þeirra með appið stillt þannig að þau áttu að fá tilkynningu í símann ef þau unnu. Í frétt Guardian segir að Norsk tipping fái verðlaunaupphæðirnar frá Þýskalandi í evrum og að þeim sé svo breytt í norskar krónur. Við þessa breytingu hafi verið gerð mistök og upphæðin hafi verið mörgfölduð með 100 í stað þess að deila með 100. Þessar upphæðir voru bæði sendar í appið og settar á vefsíðu Norsk tipping á föstudag en svo fjarlægðar síðar. Norsk tipping hefur staðfest að enginn fékk þessar upphæðir greiddar. Málið hefur vakið mikla umræðu í Noregi um fjárhættuspil og regluverkið í kringum það. Ráðherra menningarmála hefur gagnrýnt málið fundaði með fyrirtækinu í gær. Skemmtileg mínúta Á vef NRK er að finna viðtöl við fólk sem hélt að það hefði unnið milljónir norskra króna og að einhverjir hafi verið byrjaðir að fagna áður en þeim varð ljóst að um mistök hafi verið að ræða. Eitt par hafi ætlað að nota peninginn til að ljúka endurgerð á eldhúsinu á meðan aðrir töluðu um að hafa ætlað að kaupa sér bíl eða fara í frí. „Þetta var skemmtileg mínúta,“ er haft eftir Lise Naustdal sem hélt að hún hefði unnið 1,9 milljón norskra króna. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Í frétt NRK um afsögn Sagstuen segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Norsk tipping lendir í vandræðum vegna mistaka. Félagið fékk sekt upp á 26 milljónir í mars og 46 milljóna sekt í apríl. Fjárhættuspil Noregur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Þúsundir fengu þannig tilkynningu í app hjá sér á föstudag að þau hefðu unnið upphæð í Eurojackpot sem hefði breytt lífi flestra. Í frétt NRK um málið segir að vegna mannlegra mistaka hafi upphæðin sem fólkið vann verið um tíu þúsund sinnum hærri en hún raunverulega var. Alls unnu 41.147 Norðmenn í Eurojackpot og voru um 16 þúsund þeirra með appið stillt þannig að þau áttu að fá tilkynningu í símann ef þau unnu. Í frétt Guardian segir að Norsk tipping fái verðlaunaupphæðirnar frá Þýskalandi í evrum og að þeim sé svo breytt í norskar krónur. Við þessa breytingu hafi verið gerð mistök og upphæðin hafi verið mörgfölduð með 100 í stað þess að deila með 100. Þessar upphæðir voru bæði sendar í appið og settar á vefsíðu Norsk tipping á föstudag en svo fjarlægðar síðar. Norsk tipping hefur staðfest að enginn fékk þessar upphæðir greiddar. Málið hefur vakið mikla umræðu í Noregi um fjárhættuspil og regluverkið í kringum það. Ráðherra menningarmála hefur gagnrýnt málið fundaði með fyrirtækinu í gær. Skemmtileg mínúta Á vef NRK er að finna viðtöl við fólk sem hélt að það hefði unnið milljónir norskra króna og að einhverjir hafi verið byrjaðir að fagna áður en þeim varð ljóst að um mistök hafi verið að ræða. Eitt par hafi ætlað að nota peninginn til að ljúka endurgerð á eldhúsinu á meðan aðrir töluðu um að hafa ætlað að kaupa sér bíl eða fara í frí. „Þetta var skemmtileg mínúta,“ er haft eftir Lise Naustdal sem hélt að hún hefði unnið 1,9 milljón norskra króna. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Í frétt NRK um afsögn Sagstuen segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Norsk tipping lendir í vandræðum vegna mistaka. Félagið fékk sekt upp á 26 milljónir í mars og 46 milljóna sekt í apríl.
Fjárhættuspil Noregur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira