Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 18:08 Útisvæði leikskólans. Aðsend Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu. Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira