Vægar viðreynslur en engir pervertar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:39 Björk starfaði í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. „Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00
Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59