Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2025 07:09 Dætur Combs og móðir hans mættu í dómsal í gær en sjálfur lét hann lítið fyrir sér fara. Getty/John Lamparski „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira