„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Þau tímamót urðu í dag að þingmenn í minni- og meirihluta atvinnuveganefndar, þeir Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokki og Eiríkur Björn Björgvinsson þingmaður Viðreisnar, voru sammála um tölur sem fram hafa komið varðandi veiðigjaldafrumvarpið. Vísir Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira