Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 19:16 Selensky upplýsir Trump um stöðu mála í Úkraínu á fund þeirra í Haag í dag. Getty/Anadolu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl. Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl.
Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira