Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar 25. júní 2025 16:32 Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun