Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 25. júní 2025 08:02 Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun