Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 25. júní 2025 08:02 Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun