Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 12:22 Rússneskur hermaður hleður fallbyssu og býr sig undir að skjóta á Úkraínumenn á ónefndum stað í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndina í dag. AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag. Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30