Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira