Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira