Gátu loks yfirheyrt konuna Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 15:03 Lögreglumaður fyrir utan herbergi á 4. hæð á Edition hóteli. Herbergið er enn innsiglað. Vísir Franska konan sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hóteli síðustu helgi var loks yfirheyrð í gær. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira