Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:30 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangar eru fluttir nokkrum sinnum á ári á spítala vegna gruns um ofnotkun vímuefna. Í nánast hverri viku koma upp mál þar sem fangaverðir leggja hald á lyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í svari frá Fangelsismálastofnun um umfang vímuefnanotkunar í fangelsum. Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar. Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar.
Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira