Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. júní 2025 13:00 Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri!
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun