Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2025 07:00 Gunnfaxi var settur niður á gróið tún á Sólheimasandi í bjartri sumarnóttinni aðfararnótt föstudags og með hjólin niðri. Eyjafjallajökull sést vinstra megin og Mýrdalsjökull hægra megin. Þótt flugvélin væri læst var strax byrjað að brjótast inn í hana, að sögn bóndans á Ytri-Sólheimum, eiganda flugvélarinnar. Benedikt Bragason Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. „Þessi gjörningur er til skammar, finnst mér og fleirum,“ segir Pétur P. Johnson í samtali við fréttastofu en hann er fyrrum ritstjóri tímaritsins Flugs og einn helsti sérfræðingur landsins um flugsögu Íslendinga. Pétur P. Johnson er sérfræðingur um íslensku flugsöguna.Egill Aðalsteinsson Pétur er í hópi margra sem lýst hafa andstöðu sinni í spjallþræði flugfréttasíðunnar „Fróðleiksmolar um flug“. Þar virðist sú skoðun almenn að flugvélin muni með tímanum eyðileggjast á sandinum. „Mér finnst ekki hafa verið leitað allra leiða til að varðveita „Gunnfaxa", TF-ISB,“ segir Pétur í athugasemdadálki og bætir við: „Margar þjóðir eiga enga svona flugvél sem hægt er að varðveita og hafa til minningar um þann stóra þátt sem Douglas DC-3 lék í samgöngu- og hernaðarsögu heimsins.“ Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason „Sammála þér Pétur, ekki var þessi ráðstöfun lögð fyrir meðlimi Þristavinafélagsins. Ég hef verið meðlimur þar frá upphafi en enginn fundur boðaður eða yfirleitt haldnir fundir í þessu félagi,“ segir Jón Karl Snorrason, fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair, en hann er sonur Snorra Snorrasonar flugstjóra, sem tók ljósmyndina hér að ofan af Gunnfaxa á Skógasandi árið 1960. Hann gagnrýnir Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og segir ekki gott mál að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við félagsmenn. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, og Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, á Keflavíkurflugvelli síðastliðið fimmtudagskvöld þegar lagt var af stað með Gunnfaxa austur á Sólheimasand.Sigurjón Ólason Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, blandar sér í umræðuna: „Ég er hissa á Þristavinafélaginu að sýna sögunni þetta virðingarleysi. Og að hafa flughæfa þristinn í útliti sem varð til 1998 sýnir undarlegt tengslaleysi við söguna,“ segir Pétur J. Eiríksson. Sigurður Aðalsteinsson á Akureyri, fyrrverandi flugstjóri og áður framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, rifjar upp að TF-ISB hafi verið síðasti þristurinn sem notaður var í almennu farþegaflugi á Íslandi. Það hafi verið hjá Flugfélagi Norðurlands á tímabilinu frá lokum maímánaðar 1975 og fram í janúar 1976. Á Akureyrarflugvelli 1. júlí 1964. Gunnfaxi flutti Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, og Filippus prins, eiginmann Englandsdrottningar, frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Forsetinn og hertoginn sjást stíga frá borði en þeir voru að koma úr laxveiði í Norðurá á leið í skoðunarferð um Mývatnssveit. Flugstjórinn Jóhannes Snorrason sést kíkja út um glugga flugstjórnarklefans.Minjasafnið á Akureyri Jón Karl Snorrason bætir við að hann hafi verið síðasti farþeginn með Gunnfaxa frá Akureyri til Reykjavíkur vorið 1976 með þeim Jóni Péturssyni og Kjartani Norðdal. Pétur P. Johnson telur að Gunnfaxa ætti fremur að varðveita á tækniminjasafni heldur en að láta hann veðrast á Sólheimasandi. „Hann gæti til dæmis vel átt heima á samgöngusafninu á Skógum,“ segir Pétur. Gunnfaxa komið fyrir á vörubílspallinum á fimmtudagskvöld.Sigurjón Ólason „Gunnfaxi sinnti innanlandsflugi Flugfélags Íslands frá 1951 til 1975, einnig Grænlandsflugi á skíðum og Færeyjaflugi. Frá 1975 til 1976 var TF-ISB leigð Flugfélagi Norðurlands og sinnti áætlunarflugi á þeirra leiðum frá Akureyri,“ segir Pétur um sögu flugvélarinnar. Af Gunnfaxa er það annars að frétta að hann var fluttur frá Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld austur á Sólheimasand þangað sem komið var með hann um nóttina. Benedikt Bragason, formaður Landeigendafélags Ytri-Sólheima, segir að ákveðið hafi verið að bíða með að setja flugvélina niður á sandinn sjálfan heldur hafa hana fyrst um sinn á túni neðan þjóðvegar. Flugvélin bar einkennisstafina TF-ISB.Sigurjón Ólason „Ég setti hana þar á tún til bráðabirgða. Þar er þægilegra að lappa upp á hana,“ segir Benedikt. „Hún blasir við frá þjóðveginum. Hún er um það bil fimmhundruð metra frá veginum. Ferðamenn byrjuðu um leið að þyrpast í kringum hana. Ég læsti henni en það var samt strax byrjað að brjótast inn í hana,“ segir Benedikt en hugmynd hans er að mála flugvélina í litum Varnarliðsvélarinnar sem nauðlenti á sandinum árið 1973. Þristurinn sem brotlenti á Sólheimasandi í nóvember 1973 var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, hernaðaráutgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi en á gömlu Flugfélagsþristunum.Þórir Kjartansson En hvað segir hann um þá gagnrýni sem heyrist úr fluggeiranum um ráðstöfun flugvélarinnar? „Ef þeir endurgreiða mér flugvélina og kostnaðinn er þeim frjálst að koma og sækja hana. Ég greiddi þrjár milljónir fyrir skrokkinn og svo eina milljón til viðbótar fyrir vængina. Samtals fjórar milljónir króna. Ætli það hafi svo ekki kostað mig milli þrjár og fjórar milljónir að koma henni hingað austur. Þannig að þetta er talsverður pakki. En þeim er frjálst að koma og sækja hana, ef þeir endurgreiða mér hana, og telja sig hafa betri not fyrir hana,“ segir Benedikt bóndi á Ytri-Sólheimum. Hér má sjá beina útsendingu Sýnar frá flutningi flugvélarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld með viðtali við þá Tómas Dag og Benedikt: Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Söfn Fornminjar Icelandair Tengdar fréttir Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Þessi gjörningur er til skammar, finnst mér og fleirum,“ segir Pétur P. Johnson í samtali við fréttastofu en hann er fyrrum ritstjóri tímaritsins Flugs og einn helsti sérfræðingur landsins um flugsögu Íslendinga. Pétur P. Johnson er sérfræðingur um íslensku flugsöguna.Egill Aðalsteinsson Pétur er í hópi margra sem lýst hafa andstöðu sinni í spjallþræði flugfréttasíðunnar „Fróðleiksmolar um flug“. Þar virðist sú skoðun almenn að flugvélin muni með tímanum eyðileggjast á sandinum. „Mér finnst ekki hafa verið leitað allra leiða til að varðveita „Gunnfaxa", TF-ISB,“ segir Pétur í athugasemdadálki og bætir við: „Margar þjóðir eiga enga svona flugvél sem hægt er að varðveita og hafa til minningar um þann stóra þátt sem Douglas DC-3 lék í samgöngu- og hernaðarsögu heimsins.“ Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason „Sammála þér Pétur, ekki var þessi ráðstöfun lögð fyrir meðlimi Þristavinafélagsins. Ég hef verið meðlimur þar frá upphafi en enginn fundur boðaður eða yfirleitt haldnir fundir í þessu félagi,“ segir Jón Karl Snorrason, fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair, en hann er sonur Snorra Snorrasonar flugstjóra, sem tók ljósmyndina hér að ofan af Gunnfaxa á Skógasandi árið 1960. Hann gagnrýnir Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og segir ekki gott mál að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við félagsmenn. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, og Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, á Keflavíkurflugvelli síðastliðið fimmtudagskvöld þegar lagt var af stað með Gunnfaxa austur á Sólheimasand.Sigurjón Ólason Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, blandar sér í umræðuna: „Ég er hissa á Þristavinafélaginu að sýna sögunni þetta virðingarleysi. Og að hafa flughæfa þristinn í útliti sem varð til 1998 sýnir undarlegt tengslaleysi við söguna,“ segir Pétur J. Eiríksson. Sigurður Aðalsteinsson á Akureyri, fyrrverandi flugstjóri og áður framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, rifjar upp að TF-ISB hafi verið síðasti þristurinn sem notaður var í almennu farþegaflugi á Íslandi. Það hafi verið hjá Flugfélagi Norðurlands á tímabilinu frá lokum maímánaðar 1975 og fram í janúar 1976. Á Akureyrarflugvelli 1. júlí 1964. Gunnfaxi flutti Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, og Filippus prins, eiginmann Englandsdrottningar, frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Forsetinn og hertoginn sjást stíga frá borði en þeir voru að koma úr laxveiði í Norðurá á leið í skoðunarferð um Mývatnssveit. Flugstjórinn Jóhannes Snorrason sést kíkja út um glugga flugstjórnarklefans.Minjasafnið á Akureyri Jón Karl Snorrason bætir við að hann hafi verið síðasti farþeginn með Gunnfaxa frá Akureyri til Reykjavíkur vorið 1976 með þeim Jóni Péturssyni og Kjartani Norðdal. Pétur P. Johnson telur að Gunnfaxa ætti fremur að varðveita á tækniminjasafni heldur en að láta hann veðrast á Sólheimasandi. „Hann gæti til dæmis vel átt heima á samgöngusafninu á Skógum,“ segir Pétur. Gunnfaxa komið fyrir á vörubílspallinum á fimmtudagskvöld.Sigurjón Ólason „Gunnfaxi sinnti innanlandsflugi Flugfélags Íslands frá 1951 til 1975, einnig Grænlandsflugi á skíðum og Færeyjaflugi. Frá 1975 til 1976 var TF-ISB leigð Flugfélagi Norðurlands og sinnti áætlunarflugi á þeirra leiðum frá Akureyri,“ segir Pétur um sögu flugvélarinnar. Af Gunnfaxa er það annars að frétta að hann var fluttur frá Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld austur á Sólheimasand þangað sem komið var með hann um nóttina. Benedikt Bragason, formaður Landeigendafélags Ytri-Sólheima, segir að ákveðið hafi verið að bíða með að setja flugvélina niður á sandinn sjálfan heldur hafa hana fyrst um sinn á túni neðan þjóðvegar. Flugvélin bar einkennisstafina TF-ISB.Sigurjón Ólason „Ég setti hana þar á tún til bráðabirgða. Þar er þægilegra að lappa upp á hana,“ segir Benedikt. „Hún blasir við frá þjóðveginum. Hún er um það bil fimmhundruð metra frá veginum. Ferðamenn byrjuðu um leið að þyrpast í kringum hana. Ég læsti henni en það var samt strax byrjað að brjótast inn í hana,“ segir Benedikt en hugmynd hans er að mála flugvélina í litum Varnarliðsvélarinnar sem nauðlenti á sandinum árið 1973. Þristurinn sem brotlenti á Sólheimasandi í nóvember 1973 var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, hernaðaráutgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi en á gömlu Flugfélagsþristunum.Þórir Kjartansson En hvað segir hann um þá gagnrýni sem heyrist úr fluggeiranum um ráðstöfun flugvélarinnar? „Ef þeir endurgreiða mér flugvélina og kostnaðinn er þeim frjálst að koma og sækja hana. Ég greiddi þrjár milljónir fyrir skrokkinn og svo eina milljón til viðbótar fyrir vængina. Samtals fjórar milljónir króna. Ætli það hafi svo ekki kostað mig milli þrjár og fjórar milljónir að koma henni hingað austur. Þannig að þetta er talsverður pakki. En þeim er frjálst að koma og sækja hana, ef þeir endurgreiða mér hana, og telja sig hafa betri not fyrir hana,“ segir Benedikt bóndi á Ytri-Sólheimum. Hér má sjá beina útsendingu Sýnar frá flutningi flugvélarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld með viðtali við þá Tómas Dag og Benedikt:
Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Söfn Fornminjar Icelandair Tengdar fréttir Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42 Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. 12. júní 2025 21:42
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23. mars 2025 22:40
Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15