Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 17:12 Þórdís Kolbrún (t.h.) kemur Þorgerði Katrínu (t.v.) til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu ráðherrann til ríkislögreglustjóra fyrir landráð. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. „Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni.
Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira