Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 23:00 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Guðmundsdóttir Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. „Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
„Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira