Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 13:03 María Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði hafa meira en nóg að gera í kringum hundana sína og að sinna ferðamönnum, sem vilja hitta þá og þau. Keppni á þeirra vegum með hunda verður síðustu helgina í júní. Aðsend Um sextíu Husky hundar og eigendur þeirra hafa skráð sig í husky hundakeppni, sem fer fram í Eyjafirði í lok mánaðarins. Hjón, sem standa að keppninni og eiga heiðurinn af henni eru sjálf með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu. Hér erum við að tala um hjónin Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá þeim að sinna áhugasömum erlendum ferðamönnum, sem vilja fara í ferðir með þeim og hundunum þeirra. Og nú stendur mikið til því hjónin hafa skipulagt Husky hundakeppni í Hálsaskógi í Eyjafirði, sem er rétt norðan við Akureyri, helgina 27-29 júní þar sem allir eru velkomnir að fylgjast með. En út á hvað gengur keppnin, Gunnar svarar því? „Í ár verður keppt í 15 greinum og ég er komin með yfir 60 skráningar. Þetta er aðallega gert til að hafa gaman. Við erum búin að vera í hundum núna í að verða 15 ár,” segir Gunnar og bætir við. „Í dag eru flestir vinir mínir með hunda þannig að þetta er líka svona hittingur. En jú, jú, þetta er náttúrulega stórt mót en fyrir mér er þetta bara gaman aðallega. Keppnin fer fram í skóginum og ég er með mislangar brautir Þar,” segir Gunnar. Nokkrir af hundum heimilisins en alls eru þeir 28 inn á heimilinu hjá þeim Gunnari og Maríu Björk.Aðsend Gunnar segir að starfsemi GOhusky gangi ótrúlega vel því á hverjum degi séu erlendir ferðamenn sem vilja fara í gönguferðir með þeim hjónum og hundunum og þeir vilja líka fá að vita allt um tegundina Husky. „Við erum með 28 hunda og við erum svo klikkuð að við erum með þá inni hjá okkur,” segir Gunnar hlæjandi. Og er það bara ekkert mál eða hvað? „Þeir fara rosalega mikið úr hárum en Husky hundar lykta ekki, ekki eins og svona hundalykt mikil, það er mjög lítil lykt af þeim því þeir eru sjálfshreinsandi því þeir eru alltaf að fara úr hárunum,” segir Gunnar. Heimasíða fyrirtækisins Hundar Ferðaþjónusta Gæludýr Dýr Hörgársveit Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Hér erum við að tala um hjónin Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá þeim að sinna áhugasömum erlendum ferðamönnum, sem vilja fara í ferðir með þeim og hundunum þeirra. Og nú stendur mikið til því hjónin hafa skipulagt Husky hundakeppni í Hálsaskógi í Eyjafirði, sem er rétt norðan við Akureyri, helgina 27-29 júní þar sem allir eru velkomnir að fylgjast með. En út á hvað gengur keppnin, Gunnar svarar því? „Í ár verður keppt í 15 greinum og ég er komin með yfir 60 skráningar. Þetta er aðallega gert til að hafa gaman. Við erum búin að vera í hundum núna í að verða 15 ár,” segir Gunnar og bætir við. „Í dag eru flestir vinir mínir með hunda þannig að þetta er líka svona hittingur. En jú, jú, þetta er náttúrulega stórt mót en fyrir mér er þetta bara gaman aðallega. Keppnin fer fram í skóginum og ég er með mislangar brautir Þar,” segir Gunnar. Nokkrir af hundum heimilisins en alls eru þeir 28 inn á heimilinu hjá þeim Gunnari og Maríu Björk.Aðsend Gunnar segir að starfsemi GOhusky gangi ótrúlega vel því á hverjum degi séu erlendir ferðamenn sem vilja fara í gönguferðir með þeim hjónum og hundunum og þeir vilja líka fá að vita allt um tegundina Husky. „Við erum með 28 hunda og við erum svo klikkuð að við erum með þá inni hjá okkur,” segir Gunnar hlæjandi. Og er það bara ekkert mál eða hvað? „Þeir fara rosalega mikið úr hárum en Husky hundar lykta ekki, ekki eins og svona hundalykt mikil, það er mjög lítil lykt af þeim því þeir eru sjálfshreinsandi því þeir eru alltaf að fara úr hárunum,” segir Gunnar. Heimasíða fyrirtækisins
Hundar Ferðaþjónusta Gæludýr Dýr Hörgársveit Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira