Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 13:03 María Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði hafa meira en nóg að gera í kringum hundana sína og að sinna ferðamönnum, sem vilja hitta þá og þau. Keppni á þeirra vegum með hunda verður síðustu helgina í júní. Aðsend Um sextíu Husky hundar og eigendur þeirra hafa skráð sig í husky hundakeppni, sem fer fram í Eyjafirði í lok mánaðarins. Hjón, sem standa að keppninni og eiga heiðurinn af henni eru sjálf með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu. Hér erum við að tala um hjónin Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá þeim að sinna áhugasömum erlendum ferðamönnum, sem vilja fara í ferðir með þeim og hundunum þeirra. Og nú stendur mikið til því hjónin hafa skipulagt Husky hundakeppni í Hálsaskógi í Eyjafirði, sem er rétt norðan við Akureyri, helgina 27-29 júní þar sem allir eru velkomnir að fylgjast með. En út á hvað gengur keppnin, Gunnar svarar því? „Í ár verður keppt í 15 greinum og ég er komin með yfir 60 skráningar. Þetta er aðallega gert til að hafa gaman. Við erum búin að vera í hundum núna í að verða 15 ár,” segir Gunnar og bætir við. „Í dag eru flestir vinir mínir með hunda þannig að þetta er líka svona hittingur. En jú, jú, þetta er náttúrulega stórt mót en fyrir mér er þetta bara gaman aðallega. Keppnin fer fram í skóginum og ég er með mislangar brautir Þar,” segir Gunnar. Nokkrir af hundum heimilisins en alls eru þeir 28 inn á heimilinu hjá þeim Gunnari og Maríu Björk.Aðsend Gunnar segir að starfsemi GOhusky gangi ótrúlega vel því á hverjum degi séu erlendir ferðamenn sem vilja fara í gönguferðir með þeim hjónum og hundunum og þeir vilja líka fá að vita allt um tegundina Husky. „Við erum með 28 hunda og við erum svo klikkuð að við erum með þá inni hjá okkur,” segir Gunnar hlæjandi. Og er það bara ekkert mál eða hvað? „Þeir fara rosalega mikið úr hárum en Husky hundar lykta ekki, ekki eins og svona hundalykt mikil, það er mjög lítil lykt af þeim því þeir eru sjálfshreinsandi því þeir eru alltaf að fara úr hárunum,” segir Gunnar. Heimasíða fyrirtækisins Hundar Ferðaþjónusta Gæludýr Dýr Hörgársveit Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hér erum við að tala um hjónin Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnar Eyjörð Ómarsson hjá Gohusky hundum, sem eru með sleðahundafyrirtæki á bænum Glæsibæ í Hörgársveit í Eyjafirði. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá þeim að sinna áhugasömum erlendum ferðamönnum, sem vilja fara í ferðir með þeim og hundunum þeirra. Og nú stendur mikið til því hjónin hafa skipulagt Husky hundakeppni í Hálsaskógi í Eyjafirði, sem er rétt norðan við Akureyri, helgina 27-29 júní þar sem allir eru velkomnir að fylgjast með. En út á hvað gengur keppnin, Gunnar svarar því? „Í ár verður keppt í 15 greinum og ég er komin með yfir 60 skráningar. Þetta er aðallega gert til að hafa gaman. Við erum búin að vera í hundum núna í að verða 15 ár,” segir Gunnar og bætir við. „Í dag eru flestir vinir mínir með hunda þannig að þetta er líka svona hittingur. En jú, jú, þetta er náttúrulega stórt mót en fyrir mér er þetta bara gaman aðallega. Keppnin fer fram í skóginum og ég er með mislangar brautir Þar,” segir Gunnar. Nokkrir af hundum heimilisins en alls eru þeir 28 inn á heimilinu hjá þeim Gunnari og Maríu Björk.Aðsend Gunnar segir að starfsemi GOhusky gangi ótrúlega vel því á hverjum degi séu erlendir ferðamenn sem vilja fara í gönguferðir með þeim hjónum og hundunum og þeir vilja líka fá að vita allt um tegundina Husky. „Við erum með 28 hunda og við erum svo klikkuð að við erum með þá inni hjá okkur,” segir Gunnar hlæjandi. Og er það bara ekkert mál eða hvað? „Þeir fara rosalega mikið úr hárum en Husky hundar lykta ekki, ekki eins og svona hundalykt mikil, það er mjög lítil lykt af þeim því þeir eru sjálfshreinsandi því þeir eru alltaf að fara úr hárunum,” segir Gunnar. Heimasíða fyrirtækisins
Hundar Ferðaþjónusta Gæludýr Dýr Hörgársveit Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira