Réttlæti næst ekki með ranglæti Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2025 13:47 Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í stað málefnalegrar umræðu kaus ráðherra að svara með hroka, umvöndunum og útúrsnúningum í stað þess að fjalla af ábyrgð um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Svarið bar fremur keim af hroka og útúrsnúningum en ábyrgð. En þetta mál snýst ekki um leikþátt og hroka ráðherrans í þingsal – þetta mál snýst um grundvallarréttindi fólks. Þungar áhyggjur lífeyrissjóðanna Í umsögnum lífeyrissjóða, verkalýðshreyfingar og Landssambands eldri borgara er lýst yfir áhyggjum af því að með frumvarpinu sé verið að færa milljarða króna kostnað frá ríkinu og yfir á sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir eins og Stapi á Norðurlandi, þar sem margt af okkar fólki í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi greiðir til, gætu þurft að lækka réttindi um allt að 7,5%, réttindum sem njóta verndar stjórnarskrár. Réttindi sem fólk hefur áunnið sér með því að greiða af heilindum til samfélagsins alla sína starfsævi. Í því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að auka réttindi eins hóps með því að skerða rétt annarra? Er það í anda réttaríkis að framkvæma slíkar breytingar án raunverulegs samráðs – og gegn vilja þeirra sem fyrir áhrifunum verða? Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið. Réttlæti næst ekki með ranglæti Við getum dregið þetta frumvarp til baka, kallað til samráð og leitað sáttar um útfærslu sem er bæði lögleg, réttlát og sanngjörn. Og það skiptir öllu – því það á enginn að þurfa að horfa upp á það að áunninn lífeyrir þeirra sé tekinn til að bæta útgjaldaáætlun ríkisins. Ég mun ekki sitja þegjandi hjá í grundvallarmáli sem þessu – sama hvernig ráðherra bregst við eða reynir að snúa umræðunni. Öryrkjar og eldri borgarar – allt þetta fólk á það sameiginlegt að það á rétt á virðingu og réttlæti frá þeim sem fara með völd. Það er ábyrgð okkar hér á þingi að standa vörð um þau réttindi.Réttlæti næst ekki með ranglæti. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í stað málefnalegrar umræðu kaus ráðherra að svara með hroka, umvöndunum og útúrsnúningum í stað þess að fjalla af ábyrgð um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Svarið bar fremur keim af hroka og útúrsnúningum en ábyrgð. En þetta mál snýst ekki um leikþátt og hroka ráðherrans í þingsal – þetta mál snýst um grundvallarréttindi fólks. Þungar áhyggjur lífeyrissjóðanna Í umsögnum lífeyrissjóða, verkalýðshreyfingar og Landssambands eldri borgara er lýst yfir áhyggjum af því að með frumvarpinu sé verið að færa milljarða króna kostnað frá ríkinu og yfir á sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir eins og Stapi á Norðurlandi, þar sem margt af okkar fólki í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi greiðir til, gætu þurft að lækka réttindi um allt að 7,5%, réttindum sem njóta verndar stjórnarskrár. Réttindi sem fólk hefur áunnið sér með því að greiða af heilindum til samfélagsins alla sína starfsævi. Í því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að auka réttindi eins hóps með því að skerða rétt annarra? Er það í anda réttaríkis að framkvæma slíkar breytingar án raunverulegs samráðs – og gegn vilja þeirra sem fyrir áhrifunum verða? Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið. Réttlæti næst ekki með ranglæti Við getum dregið þetta frumvarp til baka, kallað til samráð og leitað sáttar um útfærslu sem er bæði lögleg, réttlát og sanngjörn. Og það skiptir öllu – því það á enginn að þurfa að horfa upp á það að áunninn lífeyrir þeirra sé tekinn til að bæta útgjaldaáætlun ríkisins. Ég mun ekki sitja þegjandi hjá í grundvallarmáli sem þessu – sama hvernig ráðherra bregst við eða reynir að snúa umræðunni. Öryrkjar og eldri borgarar – allt þetta fólk á það sameiginlegt að það á rétt á virðingu og réttlæti frá þeim sem fara með völd. Það er ábyrgð okkar hér á þingi að standa vörð um þau réttindi.Réttlæti næst ekki með ranglæti. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar