Heilbrigðistækni getur gjörbylt aðgengi og gæðum í heilbrigðisþjónustu Erla Tinna Stefánsdóttir skrifar 13. júní 2025 12:32 Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tækni Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun