Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 14:02 Katrín M. Guðjónsdóttir (t.v.) er hætt eftir tvo mánuði sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra (t.h.). Vísir Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021. Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021.
Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira