Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 14:02 Katrín M. Guðjónsdóttir (t.v.) er hætt eftir tvo mánuði sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra (t.h.). Vísir Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021. Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021.
Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira