Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:49 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Alma Möller heilbrigðisráðherra voru með tölu á viðburðinum. Stöð 2 Vitundarvakningu og söfnun fyrir Bryndísarhlíð, nýja þjónustumiðstöð og geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir ofbeldi, var ýtt úr vör í Iðnó í gær. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við tilefnið en hún er jafnframt verndari Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland. Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland.
Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira