Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 19:41 Þórður Áskell Magnússon segir mennina aldrei hafa fengið útskýringu á því hvers vegna þeir fengu ekki inngöngu í landið. Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“ Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“
Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira