„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 13:05 Brynvarðir bílar óeirðalögreglu loka götu í Ballymena á Norður-Írlandi þar sem ofbeldisfull mótmæli hafa geisað síðustu tvær nætur. AP/Niall Carson/PA Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“. Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“.
Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira