Ævintýralega flóknar útskýringar á framtaksleysi og leti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 12:00 Theodór Francis klínískur félagsráðgjafi ræðir leti og framtaksleysi í samböndum. Aðsend „Þetta er mjög algengt vandamál,“ sagði klíníski félagsráðgjafinn Theodór Francis Birgisson í viðtali við Bylgjuna í morgun þegar rætt var um áskoranir í parasamböndum og þá sérstaklega framtaksleysi og leti hjá öðrum aðila sambandsins. Mesta tjónið fyrir karlmennina sjálfa Theodór Francis segir að mörg pör standi frammi fyrir þeirri áskorun að finna verkaskiptingu sem virkar vel fyrir sambandið og heimilislífið og á sama tíma heldur báðum aðilum sáttum. „Sumir taka þann pól í hæðina að ef annar aðilinn þénar meira þá eigi viðkomandi að gera minna á heimilunum, jafnvel þótt báðir aðilar séu jafn margar vinnustundir úti á vinnumarkaði. Sumir eru með ævintýralega flóknar útskýringar á því afhverju þau ættu ekki að þurfa að taka til hendinni.“ Hann segir að auðvitað sé ekkert algilt en þó sé rétt að karlmenn kjósi sér oft heimilisstörfin sem þeim finnist skemmtileg á meðan konur sjá um allt annað. „Það er algengara að karlmenn virðist koma sér undan því sem er kallað þriðja vakt. Það er gamall brandari að mömmurnar viti allt um börnin sín, hvað allir kennarar, þjálfarar og foreldrar vina heiti á meðan karlmenn geri sér grein fyrir því að það búi smáfólk í húsinu,“ segir Theodór Francis kíminn. „Auðvitað er þetta mesta tjónið fyrir karlmennina sjálfa. Sem betur fer virðist þetta vera að breytast í dag, ungir karlmenn eru meira vakandi fyrir þessu og ungar konur sömuleiðis meðvitaðar um að hér þurfi að vera jafnræði.“ „Ég er bara svona“ engin afsökun Framtaksleysi bitnar ekki einungis á heimilisstörfum heldur sömuleiðis á því að skipuleggja eitthvað skemmtilegt saman sem par. Annar aðilinn lendir þá gjarnan í því að þurfa að skipuleggja frí, stefnumót eða annað slíkt. Svo heyri ég gjarnan svarið: „Ég er bara svona“. Þá tek ég dæmi um að ég geng með gleraugu. Lögreglan myndi ekki vilja að ég keyri án gleraugnanna. Ég gæti tekið niður gleraugun og sagt: „Ég er bara svona, pabbi minn var svona og afi minn“. Það er náttúrulega engin afsökun.“ Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni: Það er svo alltaf sama niðurstaðan sem virðist skila bestu lausninni. „Í raun og veru snýst þetta bara um það sama og svo oft áður, að við getum sest niður og rætt saman. Getur sá aðili sem lendir í þessu útskýrt þetta á uppbyggjandi hátt og deilt því hvaða áhrif þetta hefur á líðan þess aðila í sambandinu? Svo þarf maður líka að spyrja hvernig liður hinum aðilanum? Get ég leyft mér að sjá hvernig hinn aðilinn er að upplifa hlutina? Sá aðili sem fær aldrei sínum þörfum uppfyllt er alveg örugglega að upplifa að hann skipti í raun engu máli.“ Reglulegir fjölskyldufundir ákveðinn lykill Samtalið barst þá að fjölskyldulífinu og börnum. Í nútímasamfélagi eru báðir foreldrar gjarnan að vinna úti og var Theodór Francis spurður hvort hægt væri að gera kröfu til barnanna að láta til sín taka í heimilisverkum. „Ég ráðlegg öllum fjölskyldum að halda reglulega fjölskyldufundi þar sem er verið að ræða til dæmis þetta. Ég man eftir pari fyrir mörgum mörgum árum síðan sem sátu hjá mér. Þau áttu fjórtán vetra barn og umræðan snerist um hvort ætti að láta barnið setja í og taka úr uppþvottavélinni. Annar aðilinn var algjörlega á mótfallinn því vegna þess að barnaþrælkun er bönnuð. Ég hugsaði afhverju er fólk að borga mér stórfé fyrir að taka þessa umræðu, þetta er svo mikið common sense. Auðvitað á þetta barn að læra að taka þátt í rekstri heimilisins, þetta er sameiginlegt verkefni sem á að byrja snemma. Ég myndi segja að þetta ætti að byrja upp úr skólagöngu og auðvitað yngra en það að læra að taka til í herberginu. Ég sagði oft við mín börn sem ég heyri þau núna segja við sín börn: „Við gáfum öllum þjónunum frí, við þurfum að gera þetta sjálf í dag.“ Þá svöruðu þau: „Það eru engir þjónar.“ Aha, akkúrat!“ Víxla heimilisstörfum í mánuð Theodór Francis segir sömuleiðis ekkert sanngjarnt við það að verkin lendi aðallega á öðrum aðila í sambandinu. „Það getur jafnvel verið gott að víxla öllum heimilisstörfum í mánuð. Ef mér finnst ég vera að gera alltof mikið og makinn minn of lítið þá getur líka verið að það sé mín afstaða og mögulega komist ég að annarri niðurstöðu ef ég prófa að skipta. Það er ágætt að umpóla og sjá hvernig okkur líður eftir mánuð. Við þurfum að reyna að finna kerfi þar sem báðum aðilum líður meira vel en illa. Þetta snýst allt um samskipti, eins og allt annað.“ Bítið Bylgjan Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Mesta tjónið fyrir karlmennina sjálfa Theodór Francis segir að mörg pör standi frammi fyrir þeirri áskorun að finna verkaskiptingu sem virkar vel fyrir sambandið og heimilislífið og á sama tíma heldur báðum aðilum sáttum. „Sumir taka þann pól í hæðina að ef annar aðilinn þénar meira þá eigi viðkomandi að gera minna á heimilunum, jafnvel þótt báðir aðilar séu jafn margar vinnustundir úti á vinnumarkaði. Sumir eru með ævintýralega flóknar útskýringar á því afhverju þau ættu ekki að þurfa að taka til hendinni.“ Hann segir að auðvitað sé ekkert algilt en þó sé rétt að karlmenn kjósi sér oft heimilisstörfin sem þeim finnist skemmtileg á meðan konur sjá um allt annað. „Það er algengara að karlmenn virðist koma sér undan því sem er kallað þriðja vakt. Það er gamall brandari að mömmurnar viti allt um börnin sín, hvað allir kennarar, þjálfarar og foreldrar vina heiti á meðan karlmenn geri sér grein fyrir því að það búi smáfólk í húsinu,“ segir Theodór Francis kíminn. „Auðvitað er þetta mesta tjónið fyrir karlmennina sjálfa. Sem betur fer virðist þetta vera að breytast í dag, ungir karlmenn eru meira vakandi fyrir þessu og ungar konur sömuleiðis meðvitaðar um að hér þurfi að vera jafnræði.“ „Ég er bara svona“ engin afsökun Framtaksleysi bitnar ekki einungis á heimilisstörfum heldur sömuleiðis á því að skipuleggja eitthvað skemmtilegt saman sem par. Annar aðilinn lendir þá gjarnan í því að þurfa að skipuleggja frí, stefnumót eða annað slíkt. Svo heyri ég gjarnan svarið: „Ég er bara svona“. Þá tek ég dæmi um að ég geng með gleraugu. Lögreglan myndi ekki vilja að ég keyri án gleraugnanna. Ég gæti tekið niður gleraugun og sagt: „Ég er bara svona, pabbi minn var svona og afi minn“. Það er náttúrulega engin afsökun.“ Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni: Það er svo alltaf sama niðurstaðan sem virðist skila bestu lausninni. „Í raun og veru snýst þetta bara um það sama og svo oft áður, að við getum sest niður og rætt saman. Getur sá aðili sem lendir í þessu útskýrt þetta á uppbyggjandi hátt og deilt því hvaða áhrif þetta hefur á líðan þess aðila í sambandinu? Svo þarf maður líka að spyrja hvernig liður hinum aðilanum? Get ég leyft mér að sjá hvernig hinn aðilinn er að upplifa hlutina? Sá aðili sem fær aldrei sínum þörfum uppfyllt er alveg örugglega að upplifa að hann skipti í raun engu máli.“ Reglulegir fjölskyldufundir ákveðinn lykill Samtalið barst þá að fjölskyldulífinu og börnum. Í nútímasamfélagi eru báðir foreldrar gjarnan að vinna úti og var Theodór Francis spurður hvort hægt væri að gera kröfu til barnanna að láta til sín taka í heimilisverkum. „Ég ráðlegg öllum fjölskyldum að halda reglulega fjölskyldufundi þar sem er verið að ræða til dæmis þetta. Ég man eftir pari fyrir mörgum mörgum árum síðan sem sátu hjá mér. Þau áttu fjórtán vetra barn og umræðan snerist um hvort ætti að láta barnið setja í og taka úr uppþvottavélinni. Annar aðilinn var algjörlega á mótfallinn því vegna þess að barnaþrælkun er bönnuð. Ég hugsaði afhverju er fólk að borga mér stórfé fyrir að taka þessa umræðu, þetta er svo mikið common sense. Auðvitað á þetta barn að læra að taka þátt í rekstri heimilisins, þetta er sameiginlegt verkefni sem á að byrja snemma. Ég myndi segja að þetta ætti að byrja upp úr skólagöngu og auðvitað yngra en það að læra að taka til í herberginu. Ég sagði oft við mín börn sem ég heyri þau núna segja við sín börn: „Við gáfum öllum þjónunum frí, við þurfum að gera þetta sjálf í dag.“ Þá svöruðu þau: „Það eru engir þjónar.“ Aha, akkúrat!“ Víxla heimilisstörfum í mánuð Theodór Francis segir sömuleiðis ekkert sanngjarnt við það að verkin lendi aðallega á öðrum aðila í sambandinu. „Það getur jafnvel verið gott að víxla öllum heimilisstörfum í mánuð. Ef mér finnst ég vera að gera alltof mikið og makinn minn of lítið þá getur líka verið að það sé mín afstaða og mögulega komist ég að annarri niðurstöðu ef ég prófa að skipta. Það er ágætt að umpóla og sjá hvernig okkur líður eftir mánuð. Við þurfum að reyna að finna kerfi þar sem báðum aðilum líður meira vel en illa. Þetta snýst allt um samskipti, eins og allt annað.“
Bítið Bylgjan Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið