Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 23:24 Fjöldi fólks mætti á minningarathöfn í miðborg Grenz í kvöld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki. EPA Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. „Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“ Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira