Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júní 2025 13:52 Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Einar Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira