Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 13:00 Oscar Piastri fagnaði sigri á Imola-brautinni í ár en hún er ekki á dagatalinu á næsta ári. Getty/Jure Makovec Nú er búið að staðfesta hvernig keppnisdagatalið í Formúlu 1 mun líta út á næsta ári. Hinn sögufræga Imola-braut er ekki lengur á dagskránni. Í stað þess að keppt verði á Imola munu ökumenn fá að glíma við braut í Madrid dagana 11.-13. september. Þar með verða tvær keppnir á Spáni á næsta keppnistímabili því áfram verður keppt í Barcelona. Þessi breyting er á meðal fleiri sem gerðar hafa verið, flestar með það fyrir augum að draga úr ferðalögum og tilheyrandi kolefnislosun. Kanadakappaksturinn hefur þannig verið færður fram til 22.-24. maí og kemur þá í kjölfarið á Miami-kappakstirnum 1.-3. maí en Mónakókappaksturinn verður 5.-7. júní. Segja má að sumarið sé svo undirlagt af Evrópukeppnum því allar keppnirnar frá því í Mónakó og þar til í Madrid fara fram í Evrópu. Tímabilið endar á tveimur þriggja keppna törnum. Fyrst verður keppt þrjár helgar í röð í Bandaríkjunum, Mexíkó og loks Brasilíu 6.-8. nóvember, og svo aftur þrjár helgar í röð á lokakaflanum, í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi þar sem tímabilinu lýkur 6. desember. Formúla 1 árið 2026 Ástralía - 6-8 mars Kína - 13-15 mars Japan - 27-29 mars Barein - 10-12 apríl Sádi Arabía - 17-19 apríl Miami - 1-3 maí Kanada - 22-24 maí Monaco - 5-7 júní Barcelona - 12-14 júní Austurríki - 26-28 júní Bretland - 3-5 júlí Belgía - 17-19 júlí Ungverjaland - 24-26 júlí Holland - 21-23 ágúst Ítalía - 4-6 september Madrid - 11-13 september Aserbaísjan - 25-27 september Singapúr - 9-11 október Austin - 23-25 október Mexíkó - 30 October-1 nóvember Brasilía - 6-8 nóvember Las Vegas - 19-21 nóvember Katar - 27-29 nóvember Abu Dhabi - 4-6 desember Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Í stað þess að keppt verði á Imola munu ökumenn fá að glíma við braut í Madrid dagana 11.-13. september. Þar með verða tvær keppnir á Spáni á næsta keppnistímabili því áfram verður keppt í Barcelona. Þessi breyting er á meðal fleiri sem gerðar hafa verið, flestar með það fyrir augum að draga úr ferðalögum og tilheyrandi kolefnislosun. Kanadakappaksturinn hefur þannig verið færður fram til 22.-24. maí og kemur þá í kjölfarið á Miami-kappakstirnum 1.-3. maí en Mónakókappaksturinn verður 5.-7. júní. Segja má að sumarið sé svo undirlagt af Evrópukeppnum því allar keppnirnar frá því í Mónakó og þar til í Madrid fara fram í Evrópu. Tímabilið endar á tveimur þriggja keppna törnum. Fyrst verður keppt þrjár helgar í röð í Bandaríkjunum, Mexíkó og loks Brasilíu 6.-8. nóvember, og svo aftur þrjár helgar í röð á lokakaflanum, í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi þar sem tímabilinu lýkur 6. desember. Formúla 1 árið 2026 Ástralía - 6-8 mars Kína - 13-15 mars Japan - 27-29 mars Barein - 10-12 apríl Sádi Arabía - 17-19 apríl Miami - 1-3 maí Kanada - 22-24 maí Monaco - 5-7 júní Barcelona - 12-14 júní Austurríki - 26-28 júní Bretland - 3-5 júlí Belgía - 17-19 júlí Ungverjaland - 24-26 júlí Holland - 21-23 ágúst Ítalía - 4-6 september Madrid - 11-13 september Aserbaísjan - 25-27 september Singapúr - 9-11 október Austin - 23-25 október Mexíkó - 30 October-1 nóvember Brasilía - 6-8 nóvember Las Vegas - 19-21 nóvember Katar - 27-29 nóvember Abu Dhabi - 4-6 desember
Formúla 1 árið 2026 Ástralía - 6-8 mars Kína - 13-15 mars Japan - 27-29 mars Barein - 10-12 apríl Sádi Arabía - 17-19 apríl Miami - 1-3 maí Kanada - 22-24 maí Monaco - 5-7 júní Barcelona - 12-14 júní Austurríki - 26-28 júní Bretland - 3-5 júlí Belgía - 17-19 júlí Ungverjaland - 24-26 júlí Holland - 21-23 ágúst Ítalía - 4-6 september Madrid - 11-13 september Aserbaísjan - 25-27 september Singapúr - 9-11 október Austin - 23-25 október Mexíkó - 30 October-1 nóvember Brasilía - 6-8 nóvember Las Vegas - 19-21 nóvember Katar - 27-29 nóvember Abu Dhabi - 4-6 desember
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira