Beðasléttur í borginni: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 19:21 Þuríður Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Laugarnesbænum og segir framkvæmdirnar hafa valdið miklum skaða. Vísir/Lýður Valberg Laugarnesvinir óttast að óafturkræfar skemmdir hafi verið unnar á fornminjum á Laugarnesi í framkvæmdum Veitna. Til stendur að leggja þar lagnastokk en að sögn Veitna er grafið á grunnu dýpi og minjar því ekki í hættu. Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“ Reykjavík Fornminjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“
Reykjavík Fornminjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira