Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“ Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“
Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira