Fullviss um að ferðabannið hafi ekki áhrif á Ólympíuleikana Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 13:55 Casey Wasserman er formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna, sem skipuleggur leikana í Los Angeles 2028. Joe Scarnici/Getty Images for American Honda Formaður Ólympíunefndar Bandaríkjanna er fullviss um að ferðabann sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett muni ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Íþróttafólk og aðstandendur þeirra fá undanþágu frá ferðabanninu og verið er að vinna í undanþágu fyrir stuðningsfólk. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira
Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað að ferðast til Bandaríkjanna þegar ferðabannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara fyrir íbúa Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Í tilkynningunni síðasta miðvikudag var tekið fram að bannið myndi ekki áhrif á íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi. Hins vegar kom ekkert fram um stuðningsfólk frá þessum þjóðum sem gætu hugsað sér að horfa á Ólympíuleikana. Þau eru ekki undanskilin banninu eins og er. Reynold Hoover, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Bandaríkjanna, hélt því samt fram að ferðabannið myndi ekki hafa áhrif á Ólympíuleikana. Ríkisstjórnin væri meðvituð um mikilvægi þeirra og myndi veita undanþágur frá ferðabanninu. Formaður nefndarinnar, Casey Wasserman, tók undir með framkvæmdastjóranum. „Allir aðilar sem koma að Ólympíuleikunum, og koma til borgarinnar fyrir og eftir leikana, það er mjög skýrt að ríkisstjórnin skilur að reglurnar þarf að aðlaga að þeim. Það hefur verið gert [með undanþágum fyrir íþróttafólk] og við erum sannfærð um að það verði gert áfram [með undanþágum fyrir stuðningsfólk]“ sagði Wasserman og tók fram að hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum ferðabannsins á miðasölu. Ólympíuleikarnir 2028 í Bandaríkjunum verða haldnir í kjölfari heimsmeistaramóts karla í fótbolta árið 2026. Þar eru í gildi sömu reglur um íþróttafólk, þjálfara þeirra og aðstoðarfólk eða nánustu fjölskyldumeðlimi, en ekki hefur komið fram hvort undanþága verði veitt fyrir stuðningsfólk frá ofangreindum ríkjum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira