Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 13:17 Þorskur er verðmætasti nytjastofninn við Íslandsstrendur. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“ Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira