Ósk um sérbýli, garð og rólegt umhverfi dregur fólk frá höfuðborgarsvæðinu Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2025 13:01 Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar