Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 10:13 Sári birtir þessar myndir með færslu sinni. Sári Morg Gergö Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47
Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02