Greiddu 865 milljónir fyrir Herkastalann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 10:41 Húsið var reist árið 1916 og á sér ríkulega sögu. Vísir Fasteignafélagið Bergey hefur keypt herkastalann, eitt sögufrægasta hús landsins að Kirkjustræti 2. Félagið greiddi 865 milljónir fyrir eignina. Á vef Bergeyjar kemur fram að leigutaki hússins sé Old Town Guesthouse, af því má álykta að í húsinu verði rekið gistihús. Þá kemur fram að húsið sé 1.400 fermetrar, og skiptist í þrjár hæðir, kjallara og rishæð. Húsið er friðað að utan vegna menningarlegs og sögulegs gildis. Mbl.is greindi fyrst frá kaupunum, en þar segir að félagið hafi keypt herkastalann á uppboði á 865 milljónir króna. Magnús Berg Magnússon, Torfi G. Yngvason og Jónas Pétur Ólason fara fyrir fasteignafélagið Bergey, sem hefur gert sig gildandi á fasteignamarkaði undanfarin ár, með áherslu á atvinnuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Magnús Berg, stjórnarformaður Bergeyjar, er sonur Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Eignarhaldsfélagið Tunga ehf. fer með 62 prósenta hlut í Bergey og er í eigu Magnúsar eldri og fjölskyldu. Mikið hefur gengið á í tengslum við herkastalann undanfarin ár. Hann var auglýstur til sölu í nóvember í fyrra, þegar hann var enn í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Húsið, sem áður var gistihús, var innsiglað af lögreglu í mars í fyrra í umfangsmikilli aðgerð vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Lé hafði þá átt húsið í um tvö ár, en athygli vakti þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki, sem reyndist festi kaup á húsinu árið 2022. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. 9. apríl 2025 09:12 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Á vef Bergeyjar kemur fram að leigutaki hússins sé Old Town Guesthouse, af því má álykta að í húsinu verði rekið gistihús. Þá kemur fram að húsið sé 1.400 fermetrar, og skiptist í þrjár hæðir, kjallara og rishæð. Húsið er friðað að utan vegna menningarlegs og sögulegs gildis. Mbl.is greindi fyrst frá kaupunum, en þar segir að félagið hafi keypt herkastalann á uppboði á 865 milljónir króna. Magnús Berg Magnússon, Torfi G. Yngvason og Jónas Pétur Ólason fara fyrir fasteignafélagið Bergey, sem hefur gert sig gildandi á fasteignamarkaði undanfarin ár, með áherslu á atvinnuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Magnús Berg, stjórnarformaður Bergeyjar, er sonur Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Eignarhaldsfélagið Tunga ehf. fer með 62 prósenta hlut í Bergey og er í eigu Magnúsar eldri og fjölskyldu. Mikið hefur gengið á í tengslum við herkastalann undanfarin ár. Hann var auglýstur til sölu í nóvember í fyrra, þegar hann var enn í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Húsið, sem áður var gistihús, var innsiglað af lögreglu í mars í fyrra í umfangsmikilli aðgerð vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Lé hafði þá átt húsið í um tvö ár, en athygli vakti þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki, sem reyndist festi kaup á húsinu árið 2022.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. 9. apríl 2025 09:12 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem eiga skemmtistaðinn Röntgen og veitingastaðinn Skreið í Reykjavík, munu taka við rekstri pílustaðarins Bullseye, sem er staðsett í gamla Austurbæjarbíói. 9. apríl 2025 09:12