SFF hafna ásökunum bifreiðaeigenda Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:57 Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, þykir miður að Félag íslenskra bifreiða hafi sett mál sitt fram „með þessum hætti“. Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafna ásökunum Félags íslenskra biðfreiðaeigenda, um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Félagið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings SFF. Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira