„Það er rétt skilið“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 11:22 Víðir upplýsti ríkislögreglustjóra á miðvikudag um að undirnefndin hefði umsókn Oscars til umfjöllunar. Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. Samskipti Víðis, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmann sinn, og Kristíni Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), varpa ljósi á aðdraganda þess að ÚTL frestaði brottvísun Oscars Bocanegra, sautján ára kolumbísks drengs sem átti að vísa úr landi á þriðjudag. Spegillinn á Rúv fjallaði um samskiptin í gær en fréttastofa hefur sömu gögn undir höndum. Í samskiptunum kemur meðal annars fram hvernig Kristín fór fram á skýrari svör frá Víði um það hvort undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar hygðist veita Oscari ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Samskiptin í heild sinni Víðir sendir fyrstu skilaboð miðvikudaginn 28. maí til fyrrverandi yfirmanns síns, Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, og upplýsir hana um að umsókn Oscars sé til umfjöllunar. Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir Tveimur dögum síðar, kl. 12.27 föstudaginn 30. maí þegar fundur allsherjarnefndar stendur yfir, framsendi Sigríður Björk póstinn til Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í samráði við Víði að því er segir í skeytinu. Sigríði og Víði berast síðan svör þremur tímum síðar, kl. 15.31, þar sem Kristín hjá Útlendingastofnun krefst skýrari útskýringa og bendir á 18 aðrir sem bíða niðurstöðu séu á brottvísunarlista. Hún segir að ákvörðunin gæti verið fordæmisgefandi. Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir Víðir svarar hálftíma síðar og tjáir Útlendingastofnun að dagurinn hafi skilað því „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að farið verði fram á ríkisborgararétt fyrir Oscar, þó endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir Kristín hjá Útlendingastofnun svarar Víði kl. 16.19 og staðfestir að brottvísun dregnsins sé frestað og segist skilja málið svo að ekki eigi að fresta hinum átján brottvísununum. Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir. Og tíu mínútum síðar svarar Víðir og staðfestir að ekki eigi að fresta brottvísunum hinna átján sem voru á framkvædmalista Ríkislögreglustjóra. Það er rétt skilið. Mbk Víðir Vinnubrögðin gagnrýnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýtn vinnubrögð víðis og bent á að allir eigi að standa jafnir gagnvart útlendingakerfinu. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksisn hafa sakað Víði um pólitísk afskipti. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála og til stóð að vísa drengnum á brott aðfaranótt þriðjudags. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Samskipti Víðis, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmann sinn, og Kristíni Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), varpa ljósi á aðdraganda þess að ÚTL frestaði brottvísun Oscars Bocanegra, sautján ára kolumbísks drengs sem átti að vísa úr landi á þriðjudag. Spegillinn á Rúv fjallaði um samskiptin í gær en fréttastofa hefur sömu gögn undir höndum. Í samskiptunum kemur meðal annars fram hvernig Kristín fór fram á skýrari svör frá Víði um það hvort undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar hygðist veita Oscari ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Samskiptin í heild sinni Víðir sendir fyrstu skilaboð miðvikudaginn 28. maí til fyrrverandi yfirmanns síns, Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, og upplýsir hana um að umsókn Oscars sé til umfjöllunar. Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir Tveimur dögum síðar, kl. 12.27 föstudaginn 30. maí þegar fundur allsherjarnefndar stendur yfir, framsendi Sigríður Björk póstinn til Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í samráði við Víði að því er segir í skeytinu. Sigríði og Víði berast síðan svör þremur tímum síðar, kl. 15.31, þar sem Kristín hjá Útlendingastofnun krefst skýrari útskýringa og bendir á 18 aðrir sem bíða niðurstöðu séu á brottvísunarlista. Hún segir að ákvörðunin gæti verið fordæmisgefandi. Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir Víðir svarar hálftíma síðar og tjáir Útlendingastofnun að dagurinn hafi skilað því „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að farið verði fram á ríkisborgararétt fyrir Oscar, þó endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir Kristín hjá Útlendingastofnun svarar Víði kl. 16.19 og staðfestir að brottvísun dregnsins sé frestað og segist skilja málið svo að ekki eigi að fresta hinum átján brottvísununum. Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir. Og tíu mínútum síðar svarar Víðir og staðfestir að ekki eigi að fresta brottvísunum hinna átján sem voru á framkvædmalista Ríkislögreglustjóra. Það er rétt skilið. Mbk Víðir Vinnubrögðin gagnrýnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýtn vinnubrögð víðis og bent á að allir eigi að standa jafnir gagnvart útlendingakerfinu. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksisn hafa sakað Víði um pólitísk afskipti. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála og til stóð að vísa drengnum á brott aðfaranótt þriðjudags. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir
Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir
Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir
Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira