Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 09:47 Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. FÍB er ósátt við ummæli hans í nýlegu fjölmiðlaviðtali. SFF Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Verðbólguhjöðnun komi á óvart en leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira