Sveiflujöfnunarauki helst óbreyttur Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:34 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar bankans. Vísir/Anton Brink Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira