Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 08:47 Konurnar dvöldu í möstrum Hvala 8 og 9 í um þrjátíu klukkustundir. Vísir/Vilhelm Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. Þær Anahita og Elissa urðu landsfrægar í september 2023 þegar þær komu sér fyrir í tunnum hvalskipanna tveggja í skjóli nætur, í því skyni að koma í veg fyrir að bátarnir kæmust úr höfn. Þar dvöldu þær í um 30 klukkustundir. Konurnar eru báðar virkir aðgerðarsinnar sem hafa lengi barist gegm hvalveiðum víða um heim. Anahita er 34 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó þar sem hún starfar sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. Elissa Bijou er 36 ára og búsett í Lundúnum. Óásættanleg málsmeðferð Samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum eru konurnar báðar ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd með því að hafa mánudaginn 4. september farið í heimilidarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Auk þessa eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga. Umrædd grein lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Anahita Babaei er sjálfstæður listamaður og aðgerðarsinni búsettur í Mílanó.Vísir/Vilhelm Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir eru lögmenn kvennanna. Í aðsendri grein á Vísi segja þær þetta óásættanlega málsmeðferð og segja vegið að tjáningarfrelsinu og þar með að grunnstoð réttarríkisins. „Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga,“ segja þær. Gagnrýna nítjándu greinina Linda og Katrín telja nítjándu grein lögreglulaga gallaða. Þá grundvallarforsendu vanti í fyrsta málslið að fyrirmæli lögreglu séu lögmæt til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Þar að auki telja þær það hvað rannsókn lögreglu tók langan tíma, hartnær tvö ár, hafa skert frelsi Anahitu og Elissu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn þegar Anahita og Elissa dvöldu í tunnunum.Vísir/Vilhelm „Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram,“ segja þær. Vegið að tjáningarfrelsinu Linda og Katrín gera alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu. „[Þ]ar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins.“ Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Dómsmál Hafnarmál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Þær Anahita og Elissa urðu landsfrægar í september 2023 þegar þær komu sér fyrir í tunnum hvalskipanna tveggja í skjóli nætur, í því skyni að koma í veg fyrir að bátarnir kæmust úr höfn. Þar dvöldu þær í um 30 klukkustundir. Konurnar eru báðar virkir aðgerðarsinnar sem hafa lengi barist gegm hvalveiðum víða um heim. Anahita er 34 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó þar sem hún starfar sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. Elissa Bijou er 36 ára og búsett í Lundúnum. Óásættanleg málsmeðferð Samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum eru konurnar báðar ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd með því að hafa mánudaginn 4. september farið í heimilidarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Auk þessa eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga. Umrædd grein lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Anahita Babaei er sjálfstæður listamaður og aðgerðarsinni búsettur í Mílanó.Vísir/Vilhelm Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir eru lögmenn kvennanna. Í aðsendri grein á Vísi segja þær þetta óásættanlega málsmeðferð og segja vegið að tjáningarfrelsinu og þar með að grunnstoð réttarríkisins. „Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga,“ segja þær. Gagnrýna nítjándu greinina Linda og Katrín telja nítjándu grein lögreglulaga gallaða. Þá grundvallarforsendu vanti í fyrsta málslið að fyrirmæli lögreglu séu lögmæt til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Þar að auki telja þær það hvað rannsókn lögreglu tók langan tíma, hartnær tvö ár, hafa skert frelsi Anahitu og Elissu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn þegar Anahita og Elissa dvöldu í tunnunum.Vísir/Vilhelm „Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram,“ segja þær. Vegið að tjáningarfrelsinu Linda og Katrín gera alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu. „[Þ]ar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins.“
Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Dómsmál Hafnarmál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23
Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent